FOREVER YOUNG

Jæja dagarnir og vikurnar líða hrikalega hratt og við erum næstum því hálfnaðar! Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt þegar maður hefur nóg að gera og það er gaman. Ég er búin að skemmta mér alveg ótrúlega vel þessar seinustu vikur við að koma skrokknum á mér í almennilegt form og núna er það virkilega farið að skila árangri. Ég hlakka til í hvert sinn að mæta í ræktina og reyni að fara og hreyfa mig eitthvað á hverjum degi því að ég er alveg lost án þess! Mikil breyting frá því áður þegar ég þurfti gjörsamlega að pína sjálfa mig til þess að drösslast í ræktina að vera alltaf að finna endalausar afsakanir fyrir að fara ekki! 

Dagurinn í dag var góður, ég borðaði vel og hollt og líður afskaplega vel! Ég komst reyndar ekki í það að fara út að hlaupa eins og ég geri venjulega á þriðjudögum vegna þess að það var svo mikið að gera hjá mér! Skólinn er svolítið búinn að sitja á hakanum í öllum þessu ræktarátökum svo ég ákvað að sinna honum aðeins betur í dag, það þarf víst líka! En það verður bara hlaupið á föstudaginn í staðinn :) Það sem gerðu daginn líka svona yndislegan var að við stelpurnar fengum gefins æfingarfatnað og skó frá Reebok ! Fatnaðurinn er úr easytone línunni , og hefur þannig tækni að fötin og skórnir eiga að gera hverja hreyfingu aðeins erfiðar og þar af leiðandi fá meira útúr hverri æfingu. Ég læt ykkur vita hvernig þetta er að virka þegar ég er búin að prófa. Hrikalega flott föt og ég hlakka ekkert smá til að mæta í tíma til Önnu á morgun og prófa ! :)

Í byrjun þessa átaks ákvað ég að ég ætlaði ekki að drekka áfengi á meðan því stendur. Áfengi inniheldur gríðalega margar hitaeiningar og hefur slæm áhrif á heilsuna og maður verður oft orkulaus nokkra daga á eftir. Ég tók þessa ákvörðun vegna þess að ég vildi ná eins miklum árangri og fá eins mikið út úr þessum 12 vikum og hugast getur og ég sé ekki neitt eftir að hafa tekið hana því að ég hef náð gríðarlega góðum árangri á stuttum tíma. EN seinustu helgi átti ég afmæli, 21 árs gömul og líður hræðilega með að vera orðin tuttuguogeitthvað ! En þrátt fyrir það ætla ég mér að fagna í góðra vina hópi núna næstu helgi, og hugsa að ég fái mér nú aðeins í glas að því tilefni. Þetta eru samt búnar að vera miklar vangaveltur hvort ég eigi að gera það eða ekki. Eftir að hafa skoðað hvað áfengi inniheldur margar hitaeiningar fékk ég hreinlega bara smá sjokk! Okei ég vissi að það innhéldi margar hitaeingar en það að sjá þetta svona á blaði svart og hvítt var mjög sjokkerandi.

150 ml af hvítvína ca. 1 glas = ca.150-170 hitaeiningar

skot af vodka = 100 hitaeiningar (og það án safa eða gosdrykkjar)

stórt bjórglas = 250 hitaeiningar

svo það má segja að maður sé á einu kvöldi að innbyrða oft meira af kaloríum en maður borðar á einum degi. En þrátt fyrir þessar sjokkerandi upplýsingar ætla ég mér samt að fanga því almenninlega að ég sé orðin gömul og skemmta mér konunglega næsta laugardag með öllum uppáhalds vinum minum <3 Maður lifir bara einu sinni ? Er ekki eins gott að hafa þá bara gaman af því ? :) Ég ætla því bara að taka extra vel á því í þessari viku svo ég eigi þetta nú skilið !  

Vona að þið eigið frábæra viku og enþá betri helgi ! :)

kveðja. Auður Guðmundsdóttir, 

 tumblr_lpnawqTuR51r1q1zyo1_400_large

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Auður Guðmundsdóttir
Auður Guðmundsdóttir
Ég er 21 árs gömul Reykjavíkurmær og nemandi við Háskóla Íslands. Ég hef gaman af lífinu og vil lifa því holl og heilbrigð! Ég elska að hreyfingu, útiveru, góðan mat, ferðalög, að lesa góða bók, að hlæja, hundinn minn, alla yndislegu vini mína og fjölskyldu!

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband