Ánægð með árangurinn ! :)

Jæja þá eru 9 vikur búnar og aðeins 3 eftir, þetta er búið að vera alltof fljótt að líða! Ég man hvað mér fannst 12 vikur langur tími í byrjun en vikurnar fljúga hjá og ég þarf að fara að undirbúa mig fyrir endan á þessu og skipuleggja sig hvað ég ælta að gera þegar þessu lýkur! Ég ætla auððvitað að halda áfram á sömu braut því eins og ég hef sagt áður þá er þetta ekki bara eitthvað átak í 12 vikur heldur ætla ég að tileinka mér það sem ég hef lært og gera þetta að líferni að lífstýl. Það er eiginlega ekkert annað í boði því ég finn hvað mér liður miklu betur þegar ég hugsa vel um kroppinn minn. 

Við stelpurnar fórum í mælingu á miðvikudaginn og hún kom bara ágætlega út, ekki alveg eins mikil breyting og fyrstu 4 vikurnar en ég get ekki kvartað því að þetta er frábær árangur á svona skömmum tíma. Þyngdin mín hefur ekki farið mikið niður síðan úr seinustu mælingu og ég hef soldið verið að standa í stað í 66 kg en fituprósentan hefur hinsvegar lækkað mjög. Þegar ég byrjaði var ég með 27% í fituprósentu og eftir fyrstu mælinguna var ég komin niður í 25,5%. Ég er núna hinsvegar komin niður í 22,1% og ég er bara nokkuð ánægð með það. Það er lítið búið að gerast í ummálinu síðan í  síðustu, en það eru 2 cm farnir af mjöðmunum og 1 cm farin af upphandleggjunum, allt annað hefur standið í stað. Ég var á einhverjum smá bömmer yfir því, en ákvað svo að það þýddi ekki neitt. Einhverjar tölur á blaði er kannski ekki það sem skiptir mestu máli þó svo að þeð sé ágætis mælikvarði á hvernig manni gengur. En stundum verður maður samt aðeins að hugsa út fyrir tölurnar og horfa á hvernig líf manns hefur breyst. Ég er komin í svo miklu betra form en ég var í áður, ég er orðin sterkari, mér líður betur með, ég hef meiri orku, hreyfing er orðið með því skemmtilegra sem ég geri og ég finn að ég er mun ánægðari með sjálfa mig og hef meira sjálfstraust. Þetta er árangurinn sem skiptir mestu máli, ekki tölurnar á blaðinu. Svo ég ætla bara að vera mjög stolt af sjálfri mér og ánægð með árangurinn sem ég hef náð!

Eins og ég sagði hér að ofan eru einungis 3 vikur í að við stelpurnar útskrifumst úr stjörnuþjálfununni og höldum út í lífið með breyttum lífstíl. Ég hlakka rosalega til að sjá hvernig mér mun ganga að framfylgja þessu öllu svona ein og óstudd. Spennandi tímar framundan :)

kveðja. Auður Guðmundsdóttir

 

 tumblr_lptvtlFUMN1qk2evwo1_400_large

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gaman að fylgjast með árangrinum þínum og metnaði :)

Hvatningarkveðjur,

Áslaug Arna

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Auður Guðmundsdóttir
Auður Guðmundsdóttir
Ég er 21 árs gömul Reykjavíkurmær og nemandi við Háskóla Íslands. Ég hef gaman af lífinu og vil lifa því holl og heilbrigð! Ég elska að hreyfingu, útiveru, góðan mat, ferðalög, að lesa góða bók, að hlæja, hundinn minn, alla yndislegu vini mína og fjölskyldu!

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband