“Those who choose to succeed always do better than those who never choose at all.”

Næst seinasta vikan er gengin í garð, ég trúi þessu varla! Þetta er búið að vera svo skemmtilegt ferðalag og það verður sárt að kveðja stjörnuþjálfunina þó svo að ferðlagið endi ekki hér. Það styttist í "eftir" baðfatamyndatökuna og ég er ekki frá því að það sé kominn smá kvíðahnútur í magan ! Svona eftir á að hyggja þá er "fyrir" myndatakan miklu minni mál, þá mátti ég vera bolla og öllum var sama um hvort að myndin væri frábær eða ekki því að ég var hvort eð'er  í þessu til að laga mig til, en það er ekki hægt að segja að öllum verði sama um hvernig útkoman á "eftir"myndatökunni verður og þá sérstaklega ekki mér! Nei mér er sko ekki sama, því að ég vil sýna það og sanna að það er allt hægt á 12 vikum og vera fyrirmynd fyrir aðrar konur sem vilja taka sig í gegn. Þessar seinustu tvær vikur verða því teknar með trompi svo að ég geti hreykin staðið á baðfötunum 2 desember og verið virkilega stolt af stjörnuþjálfaða kroppnum mínum, því hann og ég eigum það bæði skilið að vera stolt af okkur!

Ég er núna alveg komin á fullt í að hugsa um hvað ég eigi svo að gera næst. Ég er komin í miklu betra form en ég hafði nokkurn tíman dreymt um og mér líður eins og allir vegir séu færir, fyrir utan það að detta aftur í sukkið, það er sko ekki í boði! Þeim vegi hefur verið lokað og það stendur ekki til að opna fyrir hann aftur. Kannski maður skelli sér bara í að prófa crossfit eða eh slík eftir áramót, það gæti verið gaman að prófa það!

Ég fæ oft spurninguna frá vinum og vandamönnum : "máttu borða þetta?" Mér finnst þetta alltaf jafn asnalega orðuð spruning vegna þess að auðvitað má ég borða allt sem ég vil, en ég bara kýs að gera það ekki! :) Ég er orðin miklu meðvitaðri um hvað ég er að láta ofan í mig og mér er farið að þykja svo vænt um stjörnuþjálfaða kroppinn minn að ég er bara ekki til í að setja hvað sem er ofan í hann! Þetta er allt saman spurning um val og eins og Anna Eiríks segir svo oft : Val er Vald. og það gæti ekki verið meira satt. Mér finnst líka miklu auðveldara að hugsa að ég ætla ekki að fá mér nammi af því að ég kýs að gera það ekki, heldur en af því að það er bannað. Bannað er eitthvað svo leiðinlegt orð og það að eitthvað sé bannað gerir hlutina eitthvað svo meira spennandi, þannig erum við bara mennirnir. Allt sem er bannað er freistandi. Svo bara það að skipt út orðinu bann fyrir val, gerir hlutina strax svo miklu auðveldari. Það að hætta að borða einhverja ákveðna fæðu þarf heldur ekki að vera lífstíðardómur, heldur bara tilraun í einhvern ákveðin tíma, svo getur bara vel verið að þú finnir að fæðan hentar þér ekki og ákveðið sjálfviljug/ur að taka hana út úr mataræðinu en það er þá vegna þess að þú kýst það, en ekki að það sé bannað!

Þetta var speki dagsins í boði Auðar, vona að allir eigi frábæran dag, því ég ætla svo sannarlega að gera það!

 

Kveðja, Auður Guðmundsdóttir

uppáhalds hlaupafélaginn ! 

uppáhalds hlaupafélaginn !

tumblr_luh8jpZKpd1r1u0gno1_500 

 tumblr_ll59j0YCds1qjd90oo1_500_large


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Auður Guðmundsdóttir
Auður Guðmundsdóttir
Ég er 21 árs gömul Reykjavíkurmær og nemandi við Háskóla Íslands. Ég hef gaman af lífinu og vil lifa því holl og heilbrigð! Ég elska að hreyfingu, útiveru, góðan mat, ferðalög, að lesa góða bók, að hlæja, hundinn minn, alla yndislegu vini mína og fjölskyldu!

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband