Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Prinsessa í einn dag !

Það hlaut að koma að því, enda löngu orðið tímabært að við stjörnuþjálfunarpíurnar fengjum að slappa aðeins af eftir að hafa púlað nánast hvern einasta dag seinustu 11 vikurnar! Í gær var okkur boðið í þvílíkan lúxus í bláa lóninu að ég er enþá að átta mig á að þetta hafi í alvörunni gerst en ekki bara verið draumur. Þetta var alveg himneskt og svo bráðnauðsynlegt fyrir þreyttan skrokkinn og við löbbuðum allar endurnærðar og hamingjusamar út. Sannkallaðar stjörnur í takt við kroppanna !

Við lögðum af stað í roadtrip seinnipartinn í gær, allar skvísurnar saman og það var þvílíkt stuð á leiðinni. Við vissum í rauninni ekkert hvað við værum að fara út í, bara að við værum að fara í bláa lónið og eitthvað nudd. Ég get að minnsta kosti sagt fyrir mitt leyti að ég átti engan veginn von á því að vera treat-uð eins og prinsessa næstu 4 tímana, en það var einmitt það sem beið okkar stelpnanna þegar við mættum! Við vorum leiddar upp í betri stofuna í bláa lóninu þar sem við fengum hver og ein einkabúningsklefa með öllu tilheyrandi ! Þarna var ég bara eins og drottning í ríki mínu með sér sturtu, vask, fatahengi og snyrtiborð bara fyrir mig. ÞVÍLÍKUR LÚXUS. Eftir að hafa sturtað okkur skelltum við okkur í baðfötin og fína mjúka sloppa og héldum niður í prívat setustofu fyrir okkur þar sem við sátum við arininn og gæddum okkur á dýrindis shushi, súkkulaði, ávöxtum, ostum og hvítvíni! Já við ákváðum bara að taka þetta alla leið og kúpla okkur aðeins út og það var allt leyfiegt, að sjálfsögðu í littlum skömmtum ! Engin græðgi í gangi. Eftir að hafa gætt okkur aðeins á kræsingunum skelltum við okkur út í lónið og þar beið okkur klukkutíma sæla, nudd og kísilskrúbb og ég held að mér hafi bara aldrei liðið eins vel á ævinni ! Mæli hiklaust með að fara í svona nudd ofan í bláa lóninu, þvílík sæla. Endurnærðar héldum við svo aftur inn í setustofuna þar sem við héldum áfram að gæða okkur á kræsingunum og áttum virkilega góða stund saman. Fengum að prófa allskonar maska og dót og fórum svo hver og ein í húðgreiningu þar sem fundin voru réttu kremin og hreinsvörurnar fyrir okkar húð. Eftir að hafa notið alls þess sem bláa lónið hafði uppá að bjóða fórum við hver og ein í okkar einkaherbergi og sturtuðum okkur og síðan var bara haldið heim. Áður en við fórum vorum við leystar út með hrikalega flottum gjafapoka sem innihélt snyrtivörur frá blue lagoon. Hreinsifroðu, toner, dagkrem, serum, augnkrem og skrúbb! Ég er búin að prófa þetta allt saman og ég get sagt ykkur það að þetta eru hreinlega bestu snyrtivörur sem ég hef prófað ! Ég hef aldrei týmt að kaupa mér einhver svona almennilega krem og hvað þá heila snyrtivöurulínu svo ég er hrikalega þakklát fyrir þessa gjöf. Ég gæti hreinlega ekki verið ánægðari með þennan fullkomna dag! Fullkomin félagskapur, fullkomin aðstaða, fullkomin þjónusta. Mæli hiklaust með því fyrir þá sem vilja treata sig að skella sér á eitt svona herbergi og i nudd. Það er alveg ótrúlegt hvað þettta gerir mikið fyrir mann! TAKK HUNDRAÐ SINNUM BLÁA LÓNIÐ <3 BESTI DAGUR LÍFS MÍNS!

Í dag leið mér eins og öskubusku, prinsessa í gær en daglega lífið tók bara við í dag. Skóli, lærdómur og svo skellti ég mér að sjálfsögðu í ræktina og tók góða föstudagsbrennslu og styrktaræfingar. Það styttist enn í myndatökuna og næsta vika mun fara í að undirbúa sig andlega og útlitslega fyrir hana. Ég er alveg smá kvíðin en hlakka samt líka alveg smá til. Það verður gaman að sjá muninn svona myndrænt og ég held að okkur stelpunum takist nu alveg pottþétt að hafa bara gaman af þessu ! :)

Þangað til næst

kveðja. PrinsessuAuður.

tumblr_llmuhjsvlt1qgc1uao1_500_large 


“Those who choose to succeed always do better than those who never choose at all.”

Næst seinasta vikan er gengin í garð, ég trúi þessu varla! Þetta er búið að vera svo skemmtilegt ferðalag og það verður sárt að kveðja stjörnuþjálfunina þó svo að ferðlagið endi ekki hér. Það styttist í "eftir" baðfatamyndatökuna og ég er ekki frá því að það sé kominn smá kvíðahnútur í magan ! Svona eftir á að hyggja þá er "fyrir" myndatakan miklu minni mál, þá mátti ég vera bolla og öllum var sama um hvort að myndin væri frábær eða ekki því að ég var hvort eð&#39;er  í þessu til að laga mig til, en það er ekki hægt að segja að öllum verði sama um hvernig útkoman á "eftir"myndatökunni verður og þá sérstaklega ekki mér! Nei mér er sko ekki sama, því að ég vil sýna það og sanna að það er allt hægt á 12 vikum og vera fyrirmynd fyrir aðrar konur sem vilja taka sig í gegn. Þessar seinustu tvær vikur verða því teknar með trompi svo að ég geti hreykin staðið á baðfötunum 2 desember og verið virkilega stolt af stjörnuþjálfaða kroppnum mínum, því hann og ég eigum það bæði skilið að vera stolt af okkur!

Ég er núna alveg komin á fullt í að hugsa um hvað ég eigi svo að gera næst. Ég er komin í miklu betra form en ég hafði nokkurn tíman dreymt um og mér líður eins og allir vegir séu færir, fyrir utan það að detta aftur í sukkið, það er sko ekki í boði! Þeim vegi hefur verið lokað og það stendur ekki til að opna fyrir hann aftur. Kannski maður skelli sér bara í að prófa crossfit eða eh slík eftir áramót, það gæti verið gaman að prófa það!

Ég fæ oft spurninguna frá vinum og vandamönnum : "máttu borða þetta?" Mér finnst þetta alltaf jafn asnalega orðuð spruning vegna þess að auðvitað má ég borða allt sem ég vil, en ég bara kýs að gera það ekki! :) Ég er orðin miklu meðvitaðri um hvað ég er að láta ofan í mig og mér er farið að þykja svo vænt um stjörnuþjálfaða kroppinn minn að ég er bara ekki til í að setja hvað sem er ofan í hann! Þetta er allt saman spurning um val og eins og Anna Eiríks segir svo oft : Val er Vald. og það gæti ekki verið meira satt. Mér finnst líka miklu auðveldara að hugsa að ég ætla ekki að fá mér nammi af því að ég kýs að gera það ekki, heldur en af því að það er bannað. Bannað er eitthvað svo leiðinlegt orð og það að eitthvað sé bannað gerir hlutina eitthvað svo meira spennandi, þannig erum við bara mennirnir. Allt sem er bannað er freistandi. Svo bara það að skipt út orðinu bann fyrir val, gerir hlutina strax svo miklu auðveldari. Það að hætta að borða einhverja ákveðna fæðu þarf heldur ekki að vera lífstíðardómur, heldur bara tilraun í einhvern ákveðin tíma, svo getur bara vel verið að þú finnir að fæðan hentar þér ekki og ákveðið sjálfviljug/ur að taka hana út úr mataræðinu en það er þá vegna þess að þú kýst það, en ekki að það sé bannað!

Þetta var speki dagsins í boði Auðar, vona að allir eigi frábæran dag, því ég ætla svo sannarlega að gera það!

 

Kveðja, Auður Guðmundsdóttir

uppáhalds hlaupafélaginn ! 

uppáhalds hlaupafélaginn !

tumblr_luh8jpZKpd1r1u0gno1_500 

 tumblr_ll59j0YCds1qjd90oo1_500_large


Ánægð með árangurinn ! :)

Jæja þá eru 9 vikur búnar og aðeins 3 eftir, þetta er búið að vera alltof fljótt að líða! Ég man hvað mér fannst 12 vikur langur tími í byrjun en vikurnar fljúga hjá og ég þarf að fara að undirbúa mig fyrir endan á þessu og skipuleggja sig hvað ég ælta að gera þegar þessu lýkur! Ég ætla auððvitað að halda áfram á sömu braut því eins og ég hef sagt áður þá er þetta ekki bara eitthvað átak í 12 vikur heldur ætla ég að tileinka mér það sem ég hef lært og gera þetta að líferni að lífstýl. Það er eiginlega ekkert annað í boði því ég finn hvað mér liður miklu betur þegar ég hugsa vel um kroppinn minn. 

Við stelpurnar fórum í mælingu á miðvikudaginn og hún kom bara ágætlega út, ekki alveg eins mikil breyting og fyrstu 4 vikurnar en ég get ekki kvartað því að þetta er frábær árangur á svona skömmum tíma. Þyngdin mín hefur ekki farið mikið niður síðan úr seinustu mælingu og ég hef soldið verið að standa í stað í 66 kg en fituprósentan hefur hinsvegar lækkað mjög. Þegar ég byrjaði var ég með 27% í fituprósentu og eftir fyrstu mælinguna var ég komin niður í 25,5%. Ég er núna hinsvegar komin niður í 22,1% og ég er bara nokkuð ánægð með það. Það er lítið búið að gerast í ummálinu síðan í  síðustu, en það eru 2 cm farnir af mjöðmunum og 1 cm farin af upphandleggjunum, allt annað hefur standið í stað. Ég var á einhverjum smá bömmer yfir því, en ákvað svo að það þýddi ekki neitt. Einhverjar tölur á blaði er kannski ekki það sem skiptir mestu máli þó svo að þeð sé ágætis mælikvarði á hvernig manni gengur. En stundum verður maður samt aðeins að hugsa út fyrir tölurnar og horfa á hvernig líf manns hefur breyst. Ég er komin í svo miklu betra form en ég var í áður, ég er orðin sterkari, mér líður betur með, ég hef meiri orku, hreyfing er orðið með því skemmtilegra sem ég geri og ég finn að ég er mun ánægðari með sjálfa mig og hef meira sjálfstraust. Þetta er árangurinn sem skiptir mestu máli, ekki tölurnar á blaðinu. Svo ég ætla bara að vera mjög stolt af sjálfri mér og ánægð með árangurinn sem ég hef náð!

Eins og ég sagði hér að ofan eru einungis 3 vikur í að við stelpurnar útskrifumst úr stjörnuþjálfununni og höldum út í lífið með breyttum lífstíl. Ég hlakka rosalega til að sjá hvernig mér mun ganga að framfylgja þessu öllu svona ein og óstudd. Spennandi tímar framundan :)

kveðja. Auður Guðmundsdóttir

 

 tumblr_lptvtlFUMN1qk2evwo1_400_large

 


Höfundur

Auður Guðmundsdóttir
Auður Guðmundsdóttir
Ég er 21 árs gömul Reykjavíkurmær og nemandi við Háskóla Íslands. Ég hef gaman af lífinu og vil lifa því holl og heilbrigð! Ég elska að hreyfingu, útiveru, góðan mat, ferðalög, að lesa góða bók, að hlæja, hundinn minn, alla yndislegu vini mína og fjölskyldu!

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband