Prinsessa í einn dag !

Það hlaut að koma að því, enda löngu orðið tímabært að við stjörnuþjálfunarpíurnar fengjum að slappa aðeins af eftir að hafa púlað nánast hvern einasta dag seinustu 11 vikurnar! Í gær var okkur boðið í þvílíkan lúxus í bláa lóninu að ég er enþá að átta mig á að þetta hafi í alvörunni gerst en ekki bara verið draumur. Þetta var alveg himneskt og svo bráðnauðsynlegt fyrir þreyttan skrokkinn og við löbbuðum allar endurnærðar og hamingjusamar út. Sannkallaðar stjörnur í takt við kroppanna !

Við lögðum af stað í roadtrip seinnipartinn í gær, allar skvísurnar saman og það var þvílíkt stuð á leiðinni. Við vissum í rauninni ekkert hvað við værum að fara út í, bara að við værum að fara í bláa lónið og eitthvað nudd. Ég get að minnsta kosti sagt fyrir mitt leyti að ég átti engan veginn von á því að vera treat-uð eins og prinsessa næstu 4 tímana, en það var einmitt það sem beið okkar stelpnanna þegar við mættum! Við vorum leiddar upp í betri stofuna í bláa lóninu þar sem við fengum hver og ein einkabúningsklefa með öllu tilheyrandi ! Þarna var ég bara eins og drottning í ríki mínu með sér sturtu, vask, fatahengi og snyrtiborð bara fyrir mig. ÞVÍLÍKUR LÚXUS. Eftir að hafa sturtað okkur skelltum við okkur í baðfötin og fína mjúka sloppa og héldum niður í prívat setustofu fyrir okkur þar sem við sátum við arininn og gæddum okkur á dýrindis shushi, súkkulaði, ávöxtum, ostum og hvítvíni! Já við ákváðum bara að taka þetta alla leið og kúpla okkur aðeins út og það var allt leyfiegt, að sjálfsögðu í littlum skömmtum ! Engin græðgi í gangi. Eftir að hafa gætt okkur aðeins á kræsingunum skelltum við okkur út í lónið og þar beið okkur klukkutíma sæla, nudd og kísilskrúbb og ég held að mér hafi bara aldrei liðið eins vel á ævinni ! Mæli hiklaust með að fara í svona nudd ofan í bláa lóninu, þvílík sæla. Endurnærðar héldum við svo aftur inn í setustofuna þar sem við héldum áfram að gæða okkur á kræsingunum og áttum virkilega góða stund saman. Fengum að prófa allskonar maska og dót og fórum svo hver og ein í húðgreiningu þar sem fundin voru réttu kremin og hreinsvörurnar fyrir okkar húð. Eftir að hafa notið alls þess sem bláa lónið hafði uppá að bjóða fórum við hver og ein í okkar einkaherbergi og sturtuðum okkur og síðan var bara haldið heim. Áður en við fórum vorum við leystar út með hrikalega flottum gjafapoka sem innihélt snyrtivörur frá blue lagoon. Hreinsifroðu, toner, dagkrem, serum, augnkrem og skrúbb! Ég er búin að prófa þetta allt saman og ég get sagt ykkur það að þetta eru hreinlega bestu snyrtivörur sem ég hef prófað ! Ég hef aldrei týmt að kaupa mér einhver svona almennilega krem og hvað þá heila snyrtivöurulínu svo ég er hrikalega þakklát fyrir þessa gjöf. Ég gæti hreinlega ekki verið ánægðari með þennan fullkomna dag! Fullkomin félagskapur, fullkomin aðstaða, fullkomin þjónusta. Mæli hiklaust með því fyrir þá sem vilja treata sig að skella sér á eitt svona herbergi og i nudd. Það er alveg ótrúlegt hvað þettta gerir mikið fyrir mann! TAKK HUNDRAÐ SINNUM BLÁA LÓNIÐ <3 BESTI DAGUR LÍFS MÍNS!

Í dag leið mér eins og öskubusku, prinsessa í gær en daglega lífið tók bara við í dag. Skóli, lærdómur og svo skellti ég mér að sjálfsögðu í ræktina og tók góða föstudagsbrennslu og styrktaræfingar. Það styttist enn í myndatökuna og næsta vika mun fara í að undirbúa sig andlega og útlitslega fyrir hana. Ég er alveg smá kvíðin en hlakka samt líka alveg smá til. Það verður gaman að sjá muninn svona myndrænt og ég held að okkur stelpunum takist nu alveg pottþétt að hafa bara gaman af þessu ! :)

Þangað til næst

kveðja. PrinsessuAuður.

tumblr_llmuhjsvlt1qgc1uao1_500_large 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Auður Guðmundsdóttir
Auður Guðmundsdóttir
Ég er 21 árs gömul Reykjavíkurmær og nemandi við Háskóla Íslands. Ég hef gaman af lífinu og vil lifa því holl og heilbrigð! Ég elska að hreyfingu, útiveru, góðan mat, ferðalög, að lesa góða bók, að hlæja, hundinn minn, alla yndislegu vini mína og fjölskyldu!

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband