Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
jæja þá erum við stelpurnar útskrifaðara úr stjörnuþjálfununni og haldnar af stað út í lífið með breyttan lífstíl að leiðarljósi. Við náðum allar frábærum árangri og flestum ef ekki öllum af okkar markmiðum. Í dag líður mér stórkostlega og lít til baka á farinn veg með stolti og er ekkert smá ánægð með sjálfa mig, þetta gat ég! Ég missti 6,5 kg, lækkaði um 8 % í fitu og það fóru af mér 34 cm í heildina ! Ég lít í spegilinn á nærfötunum og er ánægð með það sem ég sé, ég get hlaupið 7 km án þess að stoppa(ef ekki fleiri, hef ekki látið reyna á það) og ég get gert 20 góðar armbeygjur í röð! Markmiðum náð. :) Hrikalega góð tilfinning !
Áður en ég byrjaði í stjörnuþjálfun leið mér ömurlega, og ég held að ég hafi bara alls ekki verið langt frá því að verða þunglynd. Ég gekk í gegnum hræðilega lífsreynslu í byrjun árs þegar ég lenti í rútuslysi þegar ég var á leiðinni í sjálfboðaliðastarf í Tansaníu. Á öðrum deginum mínum úti var ég á leiðinni í rútu til þorpsins þar sem ég ætlaði að eyða næstu 3 mánuðum af lífi mínu og vinna á munaðarleysingja heimili fyrir ungar stelpur. Ég var buin að hlakka mikið til ferðarinnar og mikill undirbúningur fór í hana. Á leiðinni klessti rútan mín á aðra rútu í frammúrakstri og báðar rúturnar ultu útaf veginum. Ég var heppin og slasaðist einungis lítilega, en ég get ekki sagt að allir hafi verið svo heppnir. Líf sumra í rútunni endaði þarna þennan dag og ég er ólýsanlega þakklát fyrir að það var ekki mitt líf! Þetta var hræðilegt áfall að lenda í þessu, og það hjálpaði ekki til að ég var í framandi landi þar sem ég þekkti ekkert og engann. Ég tók þess vegna ákvörðun um að það væri lítið gang í mér þarna í svona ástandi og ákvað að fara heim.
Ég sá alls ekki eftir þeirri ákvörðun þó svo það hafi verið erfitt að taka hana. Ég var búin að ferðast alla þessa leið og það var mjög erfitt að fara bara heim því ég er ekki þekkt fyrir að gefast upp. En í þessu tilfelli var eiginlega ekki annað í boði. Þegar ég var komin heim leið mér mjög illa og átti í stríði við margar vondar tilfinningar eins og vonbrigði, hræðslu og sorg. Mér leið einnig illa í skrokknum og var stöðugt illt í bakinu og í mjöðminni og ég gat lítið hreyft mig. Rólegur göngutúr með hundinn var meira að segja meira en ég þoldi. Ég fitnaði mikið á þessum tíma og datt algjörlega úr formi, sem var þó ekki mikið fyrir. Því fygldi síðan enn meiri vanlíðan. Ég byrjaði smátt og smátt sjálf að hreyfa mig þegar meiðslin löguðust en ég náði engum árangri.
Í byrjun hausts var ég algjörlega buin að fá nóg af því að líða svona og ég varð bara að fara að gera eitthvað í þessu. Þá rakst ég á auglýsingu inn á Smartlandi sem sagði : villtu komasti í holywoodform ? eða eitthvað álíka og skráði mig til leiks! Og hér er ég :) Þetta var eins og himnasending! Ég er hamingjusamari og í betra formi en nokkru sinni fyrr og það sem meira er og besti parturinn við þetta allt saman er að ég er ung og á allt lífið framundan og ég hlakka til að eyða því heilbrigðum og fallegum stjörnuþjálfuðum kroppi !
Þátttaka mín í stjörnuþjálfun hefur breytt mér þvílíkt og ég er farin að hugsa og haga mér allt öðruvísi. Einu sinni var ég skyndibitasjúk og vissi ekkert betra en dominos pizzu og kók en í dag kýs ég frekar að fá mér eitthvað hollt og gott á uppáhalds veitingarstaðnum okkar stelpnanna, Krúsku. Það er í alvörunni besti matur sem ég hef á ævi minni fengið ! svona fyrir utan það sem hún móðir mín mallar í eldhúsinu ;) Hreyfing er orðin mjög stór partur af lífi mínu og ég vil helst fara í ræktina á hverjum degi! En einn hvíldardagur í viku er víst nauðsynlegur!
Ég er núna að byrja að setja mér ný markmið og skipuleggja mig hvernig ég ætla að ná þeim því það verður svo sannarlega ekki stoppað hér eins og ég hef sagt áður. Svona er lífið mitt núna og ég er að fíla það! Ég mæli sterklega með því að taka lífstílinn sinn í gegn og breyta svona til ef fólk er í sömu sporum og ég var í. Þessu fylgir mikil vellíðan og ánægja og það geta þetta allir ! þetta er bara spurning um að byrja einhverstaðar og setja sér markmið. Svo er það bara að leggja sig allan fram við að ná þeim. Það er ekki auðvelt og mikil vinna, en það er svo sannarlega skemmtilegt !
Það eru nokkrir hlutir sem ég tel að hafa skilað mér þessum mikla árangir á skömmum tíma. Í fyrsta lagi er hún Anna Eiríksdóttir bara frábær þjálfari í alla staði! Hún hvetur mann áfram, hrósar manni og það er alltaf hrikalega gaman á æfingum hjá henni. Í öðru lagi tel ég það að æfa 4-5 sinnum í viku og hafa æfingarnar svona rosalega fjölbreyttar skili mjög miklu. Við vorum aldrei að gera það sama í vikunni og það var alveg punkturinn yfir i-ið að enda vikuna á Hot fitness tímnum sem eru rólegir tíma þar sem við vinnum með djúpvöðvana og ég held að sá tími hafi haft mikið að segja með það að fá tone-aðann líkama. Í þriðja lagi hefur það hjálpað mér mjög að setjast niður svona ca einu sinni í viku og blogga um árangurinn minn. Það að segja frá því sem hefur gerst hjá mér viku fyrir viku er rosalega hvetjandi og ég tala nú ekki um ef maður á góða vini sem commenta eitthvað á það og hvetja þig áfram;). Í fjórða lagi tel ég mjög mikilvægt að setja sér einhver markmið áður en maður byrjar svo maður hafi eitthvað til að stefna að. Það er líka bara svo góð tilfinning að ná þeim! Maður vill bara meira. Í fimmta og seinasta lagi veit ég að mataræðið skiptir númer eitt tvö og þrjú ! Ég hefði aldrei ná þessum árangir eða einhverjum árangri ef ég hefði ekki einsett mér að taka það í gegn. Það skiptir svo gríðarlega máli hvað við setjum ofan í líkamann okkar bæði til að ná árangri og til að hafa orkuna í að ná honum!
Þó svo að stjörnuþjálfuninn sé búin þá hef ég tekið ákvörðun um að halda áfram að blogga um heilsu, hreyfingu og bara hvað sem er ! Vona að einhver nenni að fylgjast með mér :)
Þangað til næst!
kveðja. auður guðmunds.
Bloggar | 6.12.2011 | 09:57 (breytt kl. 09:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Íbúð í Kópavogi reykræst
- Hafa farið gegn stjórnarfrumvörpum trekk í trekk
- Hentugt gos fyrst gýs á annað borð
- Dómur yfir ökumanni strætisvagns staðfestur
- Viðtöl við oddvitana í Suðvesturkjördæmi
- Dómur þyngdur um þrjú ár
- Saksóknara ekki skylt að gefa upp gögn
- 58% styðja verkfallsaðgerðir kennara
- Hópur fólks reyndi að komast að eldgosinu
- Nyrstu hrauntungurnar dreifa úr sér
Erlent
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn