Svíf á bleiku skýi !

Komiði sæl öll sömul ! 

Vika númer 3 að klárast og ég svíf á bleiku skýi ! Núna eru hlutirnir loksins farnir að gerast og rúmt 1.5 kg farið á heilli viku. Ótrúlegt hvað hægt er að gera á stuttum tíma. Ég sé ekkert smá mikla breytingu á líkamanum mínum, ég er öll að verða stæltari og aukakílóin hér og þar eru að hverfa. Buxur sem ég komst ekki í fyrir um 2 vikum renna létt og liðulega upp og ég næ að hneppa án átaka. Þetta er hrikalega góð tilfinning, að sjá loksins árangur eftir að hafa púlað og puðað í þrjár vikur, því það var sko ekki auðvelt að komast hingað þar sem ég er nú ! Ef ég hefði ekki allt þetta góða fólk í kringum mig sem hvetur mig áfram á hverjum degi væri ég örugglega löngu búin að gefast upp. Það er nefnilega rosalega mikilvægt að hafa einhvern sem veitir manni stuðning og hvatningu þegar farið er út í svona lífstílbreytingar, því að það er aldrei auðvelt að breyta einhverju, sama hvað það er. En með vilja, styrk og hvatningu er allt hægt ! :) Ég er því alveg hrikalega jákvæð fyrir næstu vikum. 

En aðeins um vikuna. :) Hún gekk líka bara svona vel eins og vigtunin á gær sagði til um, ég fékk reyndar einhverja flensu og lá heima fyrir á fimmtudaginn og föstudaginn, og missti þar af leiðandi af æfingunni sem var á fimmtudaginn. Mér fannst mjög erfitt að neita sjálfri mér um að fá mér eitthvað extra gott að borða í veikindunum en ég stóðst það samt og hélt mig bara við mitt matarprógram. Sem betur fer var ég ekki lengi veik og er nuna buin að ná mér alveg. :) Núna er það bara að taka næstu viku með trompi og ná enn meir árangri, það verður ekkert gefið eftir ! 

Kv. Auður Guðmunds :) 

tumblr_lr0abitUmA1r1bkieo1_500_large 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Auður Guðmundsdóttir
Auður Guðmundsdóttir
Ég er 21 árs gömul Reykjavíkurmær og nemandi við Háskóla Íslands. Ég hef gaman af lífinu og vil lifa því holl og heilbrigð! Ég elska að hreyfingu, útiveru, góðan mat, ferðalög, að lesa góða bók, að hlæja, hundinn minn, alla yndislegu vini mína og fjölskyldu!

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband