Góður dagur í dag ! Steig á vigtina og var komin í slétt 67 kíló og er bara hrikalega ánægð með það ! :) Ákvað að verðlauna sjálfa mig og kaupa mér Volcano cape sem er hrikalega flott og ég mér líður fab í henni. Í dag var mjög skemmtileg æfing hjá henni Önnu. Okkur var skipt í hópa fjórar saman og áttum að fær okkur á milli stöðva og gera hverja æfingu sem þar var í 90 sek! Við tókum mjög vel á því stelpurnar og hvöttum hvor aðra áfram! Ótrúlegt hvað hvatning getur gefið manni alveg hrikalegt orkuskot þegar maður er alveg búinn á því ! Eins og ég hef sagt áður, hvatningin skiptir miklu máli :) En stundum verður maður að hvetja sjálfan sig ! Ég rakst á mjög skemmtilega síðu um daginn sem er svona hvatningarsíða og heitir reasons to be fit. Mæli eindregið með að skoða hana þegar maður finnur löngunina í eitt hvað sætt og óhollt, eða kemur sér ekki upp úr sófanum og í ræktina!
http://reasonstobefit.tumblr.com/
Á síðunni segir eigandinn að hann hafi ákveðið að stofna þessa síðu því hann hafði séð margar svona hvatningarsíður til að hjálpa fólki að verða grannt og líta vel út en aldrei til að hvetja fólk til að vera í formi! Það að vera líkamlega hraustur skiptir miklu meira máli en að líta vel út, bætt útlit á bara að vera bónus ! :)
Það hafa allir einhverja ástæðu til þess að vera í formi !
kv. Auður Guðmundsdóttir
Flokkur: Bloggar | 19.10.2011 | 21:32 (breytt kl. 21:37) | Facebook
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Fólk
- McGregor mætti fyrir rétt
- Ætlar að gera dagatal eins og slökkviðsliðsmennirnir
- David Walliams þurfti að bæta öðrum viðburði við
- Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
- Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.