Það hafa allir einhverja ástæðu til að vera í formi !

Góður dagur í dag ! Steig á vigtina og var komin í slétt 67 kíló og er bara hrikalega ánægð með það ! :) Ákvað að verðlauna sjálfa mig og kaupa mér Volcano cape sem er hrikalega flott og ég mér líður fab í henni. Í dag var mjög skemmtileg æfing hjá henni Önnu. Okkur var skipt í hópa fjórar saman og áttum að fær okkur á milli stöðva og gera hverja æfingu sem þar var í 90 sek! Við tókum mjög vel á því stelpurnar og hvöttum hvor aðra áfram! Ótrúlegt hvað hvatning getur gefið manni alveg hrikalegt orkuskot þegar maður er alveg búinn á því ! Eins og ég hef sagt áður, hvatningin skiptir miklu máli :) En stundum verður maður að hvetja sjálfan sig ! Ég rakst á mjög skemmtilega síðu um daginn sem er svona hvatningarsíða og heitir reasons to be fit. Mæli eindregið með að skoða hana þegar maður finnur löngunina í eitt hvað sætt og óhollt, eða kemur sér ekki upp úr sófanum og í ræktina! 

http://reasonstobefit.tumblr.com/

Á síðunni segir eigandinn að hann hafi ákveðið að stofna þessa síðu því hann hafði séð margar svona hvatningarsíður til að hjálpa fólki að verða grannt og líta vel út en aldrei til að hvetja fólk til að vera í formi! Það að vera líkamlega hraustur skiptir miklu meira máli en að líta vel út, bætt útlit á bara að vera bónus ! :)

 Það hafa allir einhverja ástæðu til þess að vera í formi !

kv. Auður Guðmundsdóttir

 

tumblr_lrd4qm5ZXa1r1u0gno1_500_large 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Auður Guðmundsdóttir
Auður Guðmundsdóttir
Ég er 21 árs gömul Reykjavíkurmær og nemandi við Háskóla Íslands. Ég hef gaman af lífinu og vil lifa því holl og heilbrigð! Ég elska að hreyfingu, útiveru, góðan mat, ferðalög, að lesa góða bók, að hlæja, hundinn minn, alla yndislegu vini mína og fjölskyldu!

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband