Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
Að koma sér í form eru engin geimvísindi, samt sem áður virðist þetta flækjast mjög fyrir mörgum. Ég var ein af þeim sem var alltaf að leita af einhverri töfralausn til að grennast og koma mér í form. En svo þegar ég byrjaði í stjörnuþjálfuninni uppgötvaði ég að þetta er í alvörunni bara ekkert flókið og hér er vel við hæfi að nota orðatiltækið : þú uppskerð eins og þú sáir! Ég vissi það nú samt örugglega alltaf innst inni að þetta væri voðalega einfalt, en ég bara einfaldlega nennti því ekki, fannst það of mikil vinna og of tímafrekt. Að koma sér í form og halda sér í formi er mikil vinna og tekur tíma, en í enda dags er það svo algjörlega þess virði og verður alltaf auðveldara og auðveldara. Hreyfing verður partur af deginum og maður getur hreinlega ekki lifað án þess þegar það kemst upp í vana. Svo hér er formúlan af því að grennast og koma sér í form, ekki í neinum töfrabúningi heldur bara einföld og hreinskilin :
Almennileg hreyfing 4-5 sinnum í viku og hollt mataræði !
Því meira sem þú hreyfir þig og því meira sem þú tekur á því í hvert skipti, því meiri árangri nærðu! Þetta er i alvörunni svona einfalt og ég er lifandi sönnun þess ásamt hinum fjórum stjörnuþjálfunarvinkonum minum :) En ég vil ítreka það að þetta er einfalt en alls ekkert auðvelt. Þetta er vinna, vinna, vinna og aftur vinna, en svo alls ekki leiðinleg vinna!
Að borða hollt krefst mikill skipulagningar til að byrja með, því það er alltaf erfitt að breyta út frá vananum. Það kemst svo fljótt upp í vana. Mér fannst þetta gríðalega mikill hausverkur til að byrja með, en núna er þetta bara alls ekkert erfitt.Til þess að vita hvað maður á að borða þarf maður fyrst að fræðast aðeins um næringarefni, hitaeiningar og blóðsykur svo eitthvað sé nefnt. Þessar upplýsingar eru flæðandi um allan veraldarvefinn og ætti ekki að vera flókið að finna. Síðan þarf maður að læra að lesa á umbúðir. Ég er að borða svona 1500-1700 hitaeiningar á dag og passa upp á að borða mikið grænmeti og ávexti. Til þess að ég verði ekki svöng passa ég mig að borða fæðu sem hefur lágan blóðsykursstuðul. Fæða sem hefur lágan blóðsykursstuðul stuðlar að því að við höldum blóðsykrinum tiltölulega stöðugum yfir daginn og hann er ekki að rokka upp og niður. Ef við borðum hins vegar fæðu með háan blóðsykursstuðul, eins og til dæmis mjög kolvetnisríka máltið eins og pasta eða brauð, ríkur blóðsykurinn mjög hratt upp. Það er bara þannig að flest allt sem fer hratt upp, fer líka hratt niður og ef blóðsykurinn fer mikið niður verðum við aftur svöng þó svo að við séum nýbúin að borða. Svo ef við reynum að halda blóðsykrinum stöðugum verðum við minna svöng yfir daginn og borðum ekki meira en við þurfum.
Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að skipulagning og undirbúningur er lykillinn að hollu og góðu mataræði. Það kannast allir við það að verða ógeðslega svangur eða svöng og stökkva inn í næstu búð og áður en maður veit af er maður búinn að gúffa í sig heilli langloku og með því. Til þess að koma í veg fyrir að svona atburðarás fari af stað veður maður að vera undirbúinn fyrir daginn og taka með sér nesti fyrir allan daginn. Það er líka gott að hafa alltaf á sér lítið próteinstykki eða hnetur til að grípa til ef maður verður skyndilega svangur og hefur engan mat. Ég vakna oftast bara aðeins fyrr á morgnanna og útbý mér nesti fyrir daginn. Ég tek með mér hádegismat, 2 millimál og hnetur eða eitthvað slíkt til vara ef ég skyldi verða skyndilega svöng. Svo tek ég alltaf með mér vatnsbrúsa og passa upp á að hann sé alltaf fullur af ísköldu og góðu vatni yfir daginn!
Vona að þetta hjálpi einhverjum að breyta yfir í hollari lífstíl ! :)
svo mikið satt !
góður morgunmatur til að byrja góðan og hollan dag er lykilatriði !
Eigið góða og holla helgi !
kveðja, Auður Guðmundsdóttir
Bloggar | 28.10.2011 | 11:27 (breytt 3.11.2011 kl. 21:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Góður dagur í dag ! Steig á vigtina og var komin í slétt 67 kíló og er bara hrikalega ánægð með það ! :) Ákvað að verðlauna sjálfa mig og kaupa mér Volcano cape sem er hrikalega flott og ég mér líður fab í henni. Í dag var mjög skemmtileg æfing hjá henni Önnu. Okkur var skipt í hópa fjórar saman og áttum að fær okkur á milli stöðva og gera hverja æfingu sem þar var í 90 sek! Við tókum mjög vel á því stelpurnar og hvöttum hvor aðra áfram! Ótrúlegt hvað hvatning getur gefið manni alveg hrikalegt orkuskot þegar maður er alveg búinn á því ! Eins og ég hef sagt áður, hvatningin skiptir miklu máli :) En stundum verður maður að hvetja sjálfan sig ! Ég rakst á mjög skemmtilega síðu um daginn sem er svona hvatningarsíða og heitir reasons to be fit. Mæli eindregið með að skoða hana þegar maður finnur löngunina í eitt hvað sætt og óhollt, eða kemur sér ekki upp úr sófanum og í ræktina!
http://reasonstobefit.tumblr.com/
Á síðunni segir eigandinn að hann hafi ákveðið að stofna þessa síðu því hann hafði séð margar svona hvatningarsíður til að hjálpa fólki að verða grannt og líta vel út en aldrei til að hvetja fólk til að vera í formi! Það að vera líkamlega hraustur skiptir miklu meira máli en að líta vel út, bætt útlit á bara að vera bónus ! :)
Það hafa allir einhverja ástæðu til þess að vera í formi !
kv. Auður Guðmundsdóttir
Bloggar | 19.10.2011 | 21:32 (breytt kl. 21:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja dagarnir og vikurnar líða hrikalega hratt og við erum næstum því hálfnaðar! Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt þegar maður hefur nóg að gera og það er gaman. Ég er búin að skemmta mér alveg ótrúlega vel þessar seinustu vikur við að koma skrokknum á mér í almennilegt form og núna er það virkilega farið að skila árangri. Ég hlakka til í hvert sinn að mæta í ræktina og reyni að fara og hreyfa mig eitthvað á hverjum degi því að ég er alveg lost án þess! Mikil breyting frá því áður þegar ég þurfti gjörsamlega að pína sjálfa mig til þess að drösslast í ræktina að vera alltaf að finna endalausar afsakanir fyrir að fara ekki!
Dagurinn í dag var góður, ég borðaði vel og hollt og líður afskaplega vel! Ég komst reyndar ekki í það að fara út að hlaupa eins og ég geri venjulega á þriðjudögum vegna þess að það var svo mikið að gera hjá mér! Skólinn er svolítið búinn að sitja á hakanum í öllum þessu ræktarátökum svo ég ákvað að sinna honum aðeins betur í dag, það þarf víst líka! En það verður bara hlaupið á föstudaginn í staðinn :) Það sem gerðu daginn líka svona yndislegan var að við stelpurnar fengum gefins æfingarfatnað og skó frá Reebok ! Fatnaðurinn er úr easytone línunni , og hefur þannig tækni að fötin og skórnir eiga að gera hverja hreyfingu aðeins erfiðar og þar af leiðandi fá meira útúr hverri æfingu. Ég læt ykkur vita hvernig þetta er að virka þegar ég er búin að prófa. Hrikalega flott föt og ég hlakka ekkert smá til að mæta í tíma til Önnu á morgun og prófa ! :)
Í byrjun þessa átaks ákvað ég að ég ætlaði ekki að drekka áfengi á meðan því stendur. Áfengi inniheldur gríðalega margar hitaeiningar og hefur slæm áhrif á heilsuna og maður verður oft orkulaus nokkra daga á eftir. Ég tók þessa ákvörðun vegna þess að ég vildi ná eins miklum árangri og fá eins mikið út úr þessum 12 vikum og hugast getur og ég sé ekki neitt eftir að hafa tekið hana því að ég hef náð gríðarlega góðum árangri á stuttum tíma. EN seinustu helgi átti ég afmæli, 21 árs gömul og líður hræðilega með að vera orðin tuttuguogeitthvað ! En þrátt fyrir það ætla ég mér að fagna í góðra vina hópi núna næstu helgi, og hugsa að ég fái mér nú aðeins í glas að því tilefni. Þetta eru samt búnar að vera miklar vangaveltur hvort ég eigi að gera það eða ekki. Eftir að hafa skoðað hvað áfengi inniheldur margar hitaeiningar fékk ég hreinlega bara smá sjokk! Okei ég vissi að það innhéldi margar hitaeingar en það að sjá þetta svona á blaði svart og hvítt var mjög sjokkerandi.
150 ml af hvítvína ca. 1 glas = ca.150-170 hitaeiningar
skot af vodka = 100 hitaeiningar (og það án safa eða gosdrykkjar)
stórt bjórglas = 250 hitaeiningar
svo það má segja að maður sé á einu kvöldi að innbyrða oft meira af kaloríum en maður borðar á einum degi. En þrátt fyrir þessar sjokkerandi upplýsingar ætla ég mér samt að fanga því almenninlega að ég sé orðin gömul og skemmta mér konunglega næsta laugardag með öllum uppáhalds vinum minum <3 Maður lifir bara einu sinni ? Er ekki eins gott að hafa þá bara gaman af því ? :) Ég ætla því bara að taka extra vel á því í þessari viku svo ég eigi þetta nú skilið !
Vona að þið eigið frábæra viku og enþá betri helgi ! :)
kveðja. Auður Guðmundsdóttir,
Bloggar | 18.10.2011 | 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera mikið á stuttum tíma, ef maður leggur sig allan fram. Núna erum við stelpurnar búnar að vera í 4 vikur á námskeiðinu og 5 vikan hálfnuð. Á þessum fjórum vikum er rosalega margt búið að gerast og ef einhver hefði sagt mér það áður en ég byrjaði, hefði ég ekki trúað því ! Við fórum í mælingu í dag, alveg eins og við gerðum í byrjun. Hún koma bara mjög vel út hjá mér og ég er ekkert smá ánægð með sjálfan mig! Núna hef ég sagt bless að eilífu við næstum því 5 kg og ekki mörg eftir sem ég ætla mér að losna við. Ég hef misst 10 cm að ummáli í mittinu, 3 cm á mjöðmunum og 3 cm á lærunum. Allar buxur eru orðnar of stórar nema þær sem ég passaði ekki í fyrir, þær smellpassa núna! Það er bara ekki annað hægt en að vera í skýjunum með svona árangur.
En breytingar á ummáli og rúmmáli eru ekki það eina sem búið er að gerast. Að sjálfsögðu fylgir þessi mikið bætt þol, úthald, styrkur og síðast en ekki síst bætt sjálfstraust. Mér var farið að líða hrikalega illa í eigin skinni og það að gera mig til fyrir framan spegilin var kvöl og pína. Það er hrikalega vond tilfinning að vera ósáttur með sjálfan sig og mjög erfitt að koma sér af stað til að gera eitthvað í því. Í dag er ég komin vel á leið á þann stað sem ég vil vera á og líður mjög vel með sjálfa mig og er sátt við mig. Ég veit samt að þetta er bara byrjunin því það verður ekkert stoppað hér. Það að koma sér í form, halda sér í formi og vera sáttur við sjálfan sig er eilífðarverkefni en ekki bara eitthvað átak í nokkrar vikur. Ég hlakka til að halda áfram að vinna með sjálfa mig næstu 7 vikurnar og það verður gaman að sjá hvar ég verð komin þegar þessu lýkur, og ég hlakka mjög til þess að halda áfram að sinna þessu skemmtilega verkefni í framtíðinni. Ég vona svo innilega að ég geti verið hvatning fyrir aðra konur og stelpur sem eru í sömu sporum og ég var í. Stelpur þetta er hægt, þetta er vinna ég neita því ekki, en þetta er sko vinna sem er vel og ríkulega launuð !
Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í þetta skiptið :)
Kveðja, Auður Guðmundsdóttir
Bloggar | 12.10.2011 | 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4 vikan er hafin og núna verður sko ekkert gefið eftir ! Núna eftir að ég er farin að sjá árangur get ekki beðið eftir að fara í ræktina og gera mitt besta því að ég vil sjá enþá meiri árangur ! Svona er maður gráðugur! En það að sjá árangur er örugglega ein besta hvatningin og í leiðinni verðlaun fyrir vel unni störf, en maður þarf að vera þolinmóður því svona hlutir gerast ekki á einni nóttu.
Ég ef núna í nokkur ár verðið bara sjálf að dúlla mér í ræktinni - já dúlla mér, ég hef verið alltof góð við sjálfa mig hvað hreyfingu varðar og hlíft sjálfri mér við erfiðum æfingum. Ég hef oft og mörgu sinnum sett mig í þann gír að fara að taka mig á og vera duglegri í ræktinni, og alltaf hefur átakið byrjað vel og ég mætt í ræktina oft í viku og passað upp á mataræðið. En svo líða dagarnir og ég sé engan árangur og þá hef ég alltaf gefist upp. Partur af þessu er auðvitað óþolinmæði en svo er það líka það að ég hef ekki verið að reyna eins mikið á mig og ég get. En það er sko ekki í boði í tímunum hjá Önnu að vera eitthvað að dúlla sér, ónei! Því eins og hún segir :því meira sem maður tekur á í tímanum, því meiri árangur! Maður er gjörsamlega game-over eftir hvern einasta tíma, og ég vakna nánast alltaf með harðsperrur daginn eftir. Þetta er bara dásamlegt.
Í dag byrjaði ég á Hollywood matseðlinum en hann er bara 1200 hitaeiningar. Við eigum að vera á honum í 6 daga og verður spennandi að sjá hvað gerist á þessum 6 dögum. Ég er samt alveg rosalega svöng ! En vonandi venst það :) Ég skellti mér í ræktina áðab og hljóp 5 kílómetrana og bætti tíman minn um heilar tvær mínútur og er bara nokkuð ánægð með það :) Síðan gerði ég magaæfingar, önnu-rassæfingar og armbeygjur ! Önnu-rassæfingar eins og ég kýs að kalla þær (þvi hún hatar ekki að láta okkur gera þær) eru bara bestu rassæfingar sem ég hef gert og skemmtilegar líka ! Fyrir ykkur sem langar að prófa getið séð þær í meðfylgjandi myndbandi, mæli með þvi að þið geri þær :)
kv. Auður Guðmunds.
Bloggar | 4.10.2011 | 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Komiði sæl öll sömul !
Vika númer 3 að klárast og ég svíf á bleiku skýi ! Núna eru hlutirnir loksins farnir að gerast og rúmt 1.5 kg farið á heilli viku. Ótrúlegt hvað hægt er að gera á stuttum tíma. Ég sé ekkert smá mikla breytingu á líkamanum mínum, ég er öll að verða stæltari og aukakílóin hér og þar eru að hverfa. Buxur sem ég komst ekki í fyrir um 2 vikum renna létt og liðulega upp og ég næ að hneppa án átaka. Þetta er hrikalega góð tilfinning, að sjá loksins árangur eftir að hafa púlað og puðað í þrjár vikur, því það var sko ekki auðvelt að komast hingað þar sem ég er nú ! Ef ég hefði ekki allt þetta góða fólk í kringum mig sem hvetur mig áfram á hverjum degi væri ég örugglega löngu búin að gefast upp. Það er nefnilega rosalega mikilvægt að hafa einhvern sem veitir manni stuðning og hvatningu þegar farið er út í svona lífstílbreytingar, því að það er aldrei auðvelt að breyta einhverju, sama hvað það er. En með vilja, styrk og hvatningu er allt hægt ! :) Ég er því alveg hrikalega jákvæð fyrir næstu vikum.
En aðeins um vikuna. :) Hún gekk líka bara svona vel eins og vigtunin á gær sagði til um, ég fékk reyndar einhverja flensu og lá heima fyrir á fimmtudaginn og föstudaginn, og missti þar af leiðandi af æfingunni sem var á fimmtudaginn. Mér fannst mjög erfitt að neita sjálfri mér um að fá mér eitthvað extra gott að borða í veikindunum en ég stóðst það samt og hélt mig bara við mitt matarprógram. Sem betur fer var ég ekki lengi veik og er nuna buin að ná mér alveg. :) Núna er það bara að taka næstu viku með trompi og ná enn meir árangri, það verður ekkert gefið eftir !
Kv. Auður Guðmunds :)
Bloggar | 2.10.2011 | 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)