Því meira sem maður tekur á, því meir árangur !

4 vikan er hafin og núna verður sko ekkert gefið eftir ! Núna eftir að ég er farin að sjá árangur get ekki beðið eftir að fara í ræktina og gera mitt besta því að ég vil sjá enþá meiri árangur ! Svona er maður gráðugur! En það að sjá árangur er örugglega ein besta hvatningin og í leiðinni verðlaun fyrir vel unni störf, en maður þarf að vera þolinmóður því svona hlutir gerast ekki á einni nóttu.

Ég ef núna í nokkur ár verðið bara sjálf að dúlla mér í ræktinni - já dúlla mér, ég hef verið alltof góð við sjálfa mig hvað hreyfingu varðar og hlíft sjálfri mér við erfiðum æfingum. Ég hef oft og mörgu sinnum sett mig í þann gír að fara að taka mig á og vera duglegri í ræktinni, og alltaf hefur átakið byrjað vel og ég mætt í ræktina oft í viku og passað upp á mataræðið. En svo líða dagarnir og ég sé engan árangur og þá hef ég alltaf gefist upp. Partur af þessu er auðvitað óþolinmæði en svo er það líka það að ég hef ekki verið að reyna eins mikið á mig og ég get. En það er sko ekki í boði í tímunum hjá Önnu að vera eitthvað að dúlla sér, ónei! Því eins og hún segir :því meira sem maður tekur á í tímanum, því meiri árangur! Maður er gjörsamlega game-over eftir hvern einasta tíma, og ég vakna nánast alltaf með harðsperrur daginn eftir. Þetta er bara dásamlegt.

Í dag byrjaði ég á Hollywood matseðlinum en hann er bara 1200 hitaeiningar. Við eigum að vera á honum í 6 daga og verður spennandi að sjá hvað gerist á þessum 6 dögum. Ég er samt alveg rosalega svöng ! En vonandi venst það :)  Ég skellti  mér í ræktina áðab og hljóp 5 kílómetrana og bætti tíman minn um heilar tvær mínútur og er bara nokkuð ánægð með það :) Síðan gerði ég magaæfingar, önnu-rassæfingar og armbeygjur ! Önnu-rassæfingar eins og ég kýs að kalla þær (þvi hún hatar ekki að láta okkur gera þær) eru bara bestu rassæfingar sem ég hef gert og skemmtilegar líka ! Fyrir ykkur sem langar að prófa getið séð þær í meðfylgjandi myndbandi, mæli með þvi að þið geri þær :)

 

 

 

 kv. Auður Guðmunds.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Auður Guðmundsdóttir
Auður Guðmundsdóttir
Ég er 21 árs gömul Reykjavíkurmær og nemandi við Háskóla Íslands. Ég hef gaman af lífinu og vil lifa því holl og heilbrigð! Ég elska að hreyfingu, útiveru, góðan mat, ferðalög, að lesa góða bók, að hlæja, hundinn minn, alla yndislegu vini mína og fjölskyldu!

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband