Megabeib vs. Megavika ?

Tíminn flýgur og vikar númer 2 er að klárast! Hún hefur bara gengið mjög vel og ég er alltaf að ná betri og betri tökum á mataræðinu. Ég finn að ég hef miklu meiri sjálfstjórn og það er ekki eins erfitt að hunsa freistingarnar sem mæta manni á hverjum degi. Ég vinn í bíó með skólanum og það þarf sko mikla sjálfstjórn til að geta unnið þar í kringum öll sætindin og ég tala nú ekki um bíópoppið og ekki fá sér neitt!

Í vinnunni á þriðjudaginn fékk vinkona min sem ég er að vinna með sér dominos pizzu í kvöldmat því að það var jú megavika og undir eðlilegum kringustæðum hefði ég fengið mér með henni. Ég sat þarna inná kaffistofunni með indverska baunaréttinn minn sem er btw. ótrúlega góður en þegar ilmurinn af nýbakaðri dominos pizzu fyllti skilningarvitn fékk ég mikið vatn í munninn og baunarétturinn minn varð allt í einu ekkert svo góður lengur :/. En hugsaði MITT ER VALIÐ : Megabeib EÐA Megavika ?? og Megabeibið varð fyrir valinu. Nokkrum mínútum síðar þegar við vorum búnar að borða hætti ég að hugsa um hvað mig langaði í pizzu. Það er nefninlega málið með freistingar, þetta eru bara nokkrar mínútur sem mann langar hrikalega mikið að fá sér, en svo líður mómentið hjá og þú hugsar ekki um það meira. En ef maður hinsvegar gefur eftir og fær sér, fær maður samviskubit um leið og bitinn er kominn í mallakút og það getur varið alveg í heila viku!

 Í vikunni birtust baðfatamyndirnar af okkur stelpunum og auðvitað var ég fyrst. Mér fannst þetta rosalega óþægilegt fyrst, að standa þarna á nærfötunum fyrir framan alþjóð og ég var ekki nógu ánægð með það sem ég sá. En ég er hingað komin í þetta átak til þess að breyta því ! :) Í enda dags er ég því bara rosalega ánægð með sjálfa mig að hafa tekist á við þetta verkefni og mér líður núna nánast eins og ég geti gert hvað sem er! Við stelpurnar vorum líka svo heppnar að fá þessi fínu og fallegu nærföt frá verslununni Misty ! Þær í Misty eiga rosaelga mikið af fallegum og flottum nærfötum í öllum stærðum og gerðum og allar konur ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. :) 

Æfingar vikunnar voru erfiðar en það er nú samt sem áður hrikalega gaman að ögra líkama sínum svona og sjá framfarir á hverjum degi. Líkaminn minn lét mig nú samt vita að hann væri ekki rosalega sáttur við að vera ögrað svona því ég er enþá að jafna mig eftir meiðsl sem ég hlaut þegar ég lenti í slysinu í janúar. Ég er buin að vera að finna til í bakinu og mjöðminni í vikunni en ég læt það ekki stoppa mig heldur verð ég bara að fara aðeins hægar í æfingarnar og vera meðvituð um meiðslin, teygja vel og fara í heitt bað á kvöldin :)

Þessar tvær vikur hafa verið gríðarlega erfiðar og mikil áskorun en jafnfram hrikalega skemmtilegar og ég sé ekki eftir að hafa ákveðið að taka þátt og er mjög spennt fyrir næstu vikum. Þetta er örugglega það besta sem hefur komið fyrir mig í langan tíma og ég hlakka ekkert smá til að standa fyrir fram alþjóð á nærfötunum aftur i desember þegar þetta er búið og sína hvað ég hef afrekað á þessum 12 vikum !  

Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og maður uppskerir eins og maður sáir, þetta hefur pabbi minn alltaf sagt mér frá því að ég var lítil og svei mér þá ef kallinn hefur ekki bara rétt fyrir sér :)

 

kveðja. Auður Guðmundsdóttir 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Auður Guðmundsdóttir
Auður Guðmundsdóttir
Ég er 21 árs gömul Reykjavíkurmær og nemandi við Háskóla Íslands. Ég hef gaman af lífinu og vil lifa því holl og heilbrigð! Ég elska að hreyfingu, útiveru, góðan mat, ferðalög, að lesa góða bók, að hlæja, hundinn minn, alla yndislegu vini mína og fjölskyldu!

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband