Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera mikið á stuttum tíma, ef maður leggur sig allan fram. Núna erum við stelpurnar búnar að vera í 4 vikur á námskeiðinu og 5 vikan hálfnuð. Á þessum fjórum vikum er rosalega margt búið að gerast og ef einhver hefði sagt mér það áður en ég byrjaði, hefði ég ekki trúað því ! Við fórum í mælingu í dag, alveg eins og við gerðum í byrjun. Hún koma bara mjög vel út hjá mér og ég er ekkert smá ánægð með sjálfan mig! Núna hef ég sagt bless að eilífu við næstum því 5 kg og ekki mörg eftir sem ég ætla mér að losna við. Ég hef misst 10 cm að ummáli í mittinu, 3 cm á mjöðmunum og 3 cm á lærunum. Allar buxur eru orðnar of stórar nema þær sem ég passaði ekki í fyrir, þær smellpassa núna! Það er bara ekki annað hægt en að vera í skýjunum með svona árangur.
En breytingar á ummáli og rúmmáli eru ekki það eina sem búið er að gerast. Að sjálfsögðu fylgir þessi mikið bætt þol, úthald, styrkur og síðast en ekki síst bætt sjálfstraust. Mér var farið að líða hrikalega illa í eigin skinni og það að gera mig til fyrir framan spegilin var kvöl og pína. Það er hrikalega vond tilfinning að vera ósáttur með sjálfan sig og mjög erfitt að koma sér af stað til að gera eitthvað í því. Í dag er ég komin vel á leið á þann stað sem ég vil vera á og líður mjög vel með sjálfa mig og er sátt við mig. Ég veit samt að þetta er bara byrjunin því það verður ekkert stoppað hér. Það að koma sér í form, halda sér í formi og vera sáttur við sjálfan sig er eilífðarverkefni en ekki bara eitthvað átak í nokkrar vikur. Ég hlakka til að halda áfram að vinna með sjálfa mig næstu 7 vikurnar og það verður gaman að sjá hvar ég verð komin þegar þessu lýkur, og ég hlakka mjög til þess að halda áfram að sinna þessu skemmtilega verkefni í framtíðinni. Ég vona svo innilega að ég geti verið hvatning fyrir aðra konur og stelpur sem eru í sömu sporum og ég var í. Stelpur þetta er hægt, þetta er vinna ég neita því ekki, en þetta er sko vinna sem er vel og ríkulega launuð !
Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í þetta skiptið :)
Kveðja, Auður Guðmundsdóttir
Athugasemdir
Móðir Teresa, Marie Curie, Vigdís Finnboga, Auður Guðmunds
tóti (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 09:14
Svo stolt af þér Auður!
Marianna (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.